Umsóknir um sumarúthlutun framlengd vegna flutninga

Hægt er að sækja um orlofshús til fimmtudagsins 7. mars. Úthlutun frestast einnig um viku.

Mánudaginn 11. febrúar klukkan 13:00 var opnað fyrir umsóknir á orlofshúsasíðu FIT þar sem hægt er að sækja um sumarúthlutun.

orlof

Fimmtudaginn 28. febrúar stóð til að loka fyrir umsóknir um sumarúthlutun. Það hefur verið framlengt um eina viku til fimmtudagsins 7. mars þar sem skrifstofan verður lokuð 28. febrúar og 1. mars, vegna flutninga.

Úhlutunin frestast einnig um viku. Hér eru mikilvægar dagsetningar:

  • Fimmtudaginn 7. mars verður lokað fyrir umsóknir
  • Mánudaginn 11 mars eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni.
  • Mánudaginn 18. mars lýkur greiðslufresti þeirra sem fengu úthlutað.
  • Þriðjudaginn 19. mars klukkan 13:00 eru ógreiddar og óúthlutaðar vikur settar á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.

orlando

Húsið í Orlando

Opnað verður fyrir leigu á húsinu í Orlando á Flórída fyrir árið 2020 mánudaginn 11. mars kl.13:00 til félagsmanna FIT sem aldrei hafa leigt húsið áður.

Þessi opnun frestast líka frá því sem áður var auglýst, vegna flutninga skrifstofunnar úr Borgartúni 30.

LOKAÐ verður til 18. mars á bókanir þeirra sem hafa áður leigt húsið í Orlando.
Þannig er þeim sem aldrei hafa leigt húsið veittur forgangur í 1 viku fram yfir þá sem áður hafa leigt.

Minnt er á að húsið rúmar 12 manns og sólarhringsleigan verður kr. 12.000.- auk þrifagjalds kr. 15.000.- fyrir hverja leigu.

Staðgreiða þarf leiguna en bókanir og greiðsla er á orlofsvef FIT.

Leiga hefst kl. 16:00 á komudag og lýkur kl. 10:00 að morgni brottfarardags.

Til að fá lyklakóða afhentan að húsinu í Orlando þarf leigjandi að framvísa flugmiða til Bandaríkjanna, sem sýnir veru hans þar á sama tíma og hann er að leigja húsið. Þetta er gert til að tryggja að leigjandinn í hverju tilfelli sé sjálfur að fara í húsið.