Síðasta trúnaðarmannanámskeið í Borgartúninu

Í síðustu viku var haldið síðasta trúnaðarmannanámskeiðið í húsnæði FIT í Borgartúninu.
Trúnaðarmannanám 2. hluti FIT, 28. febrúar og 1. mars, tókst með ágætum. 20 trúnaðarmenn frá höfuðborgarsvæðin, Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi tóku virkan þátt í þessum öðrum hluta trúnaðamannanámsins. Sigurlaug Gröndal frá Félagsmálaskóla alþýðu kenndi fyrri daginn um samskipti á vinnustöðum. Seinni dagurin byrjaði á því að Þorbjörn Guðmundsson fræddi trúnaðarmenn um kjarasamninga og gerð þeirra. Þorbjörn fjallaði síðan um lífeyrissjóðakerfið og uppbygginu þeirra. Stafsmenn FIT fjölluðu síðan um mínar síður, sjúkrasjóðinn, orlofssjóðinn og fl. 
Hilmar Harðarson formaður FIT kom síðan í lok dags og ræddi við trúnaðarmenn almennt um það sem var efst á baugi og framtíð félagsins.
Það síðasta sem trúnaðarmennirnir gerðu á námskeiðinu var að undirbúa borð og stóla til flutnings upp á Stórhöfðann.
Það er ekki hægt að segja annað en framtíðin sé björt hjá FIT með svona öfluga trúnaðarmenn í broddi fylkingar.
20190228 130637
20190228 130754