Kjarasamningur við Bílgreinasambandið

Nú síðdegis var Kjarasamningur Samiðnar og Bílgreinasambandsins undirritaður

SamnBilgrsambJón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og Hilmar Harðarson formaður Félags iðn- og tæknigreina undirrita samninginn.

Meðal þess sem nýtt er í þessum samningi er:

Grein 4.3.2.1. breytist eftirfarandi:
Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 30 virka daga og orlofslaunum sem nema 13,04%. Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022. Enda hafi rétturinn verið sannreyndur.

Þjónusta utan bakvakta með fjarlausnum og símhringingum 
Sé starfsmanni sem ekki er á bakvakt gert að sinna þjónustu með fjarlausnum eða símhringingum í frítíma sínum skal samið um þóknun vegna þess ónæðis sem af því hlýst. Tilgreina skal þóknun í ráðningarsamningi.
Með fjarlausnum er átt við vinnu sem starfsmaður getur unnið utan vinnustaðar með tölvubúnaði. 

Skoða má samninginn í heild hér