Fjölskyldudagur Sunnudaginn 11. ágúst í Skemmtigarðinum

Fjölskyldudagur iðnaðarmanna verður haldinn í Skemmtigarðinum Grafarvogi sunnudaginn 11. Ágúst á milli 11:00-14.00. Iðnaðarmannafélögin að Stórhöfða standa sameiginlega að þessum degi en það eru FIT, Félag iðn- og tæknigreina, Rafiðnaðarsambandið, Byggiðn, VM, Félag Hársnyrtisveina, Matvís og Grafía.

Nú er um að gera að bjóða fjölskyldunni í allsherjar skemmtidag, því þar verður í boði; Hoppukastalar, Lasertag, andlitsmálun, klessubolti, fótboltagolf, sjóræningaland, pylsur, candy floss og margt fleira verður í boði fyrir félagsmenn iðnaðarmannafélaganna að Stórhöfða.

Skráning fer í gegnum www.skemmtigardur.is/idnadarmenn.

fjolsylduskemmtun