Námskeið haustannar í bílagreinum hjá Iðunni

Mikill fjöldi námskeiða í bílagreinum hjá Iðunni. Sjá hér. 
Markmið bílgreinasviðs er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bílgreinum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.
21. september
Endurmenntun atvinnubílstjóra - vöruflutningur
Markmiðið er að bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamensku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða.
30. september
Burðarvirkismæling
Farið yfir undirstöðumælingar á burðarvirki ökutækja, rúðuskipti, samskeytingu og suðuaðferðir á nýjum efnum. Markmiðið er að öðlast leikni í að meta ástand tjónabíls út frá niðurstöðum mælinga og gera mat í CABAS, auk hæfni í að meta ástand bíla sem hafa orðið fyrir tjóni. Unnið er í samræmi við leiðbeiningar og fyrirmæli framleiðanda.
30. september
Burðarvirkismæling - endurnýjun réttinda
Námskeið til endurnýjunar rétthafa til útgáfu burðarvirkisvottorða samkvæmt faggildingarlista Samgöngustofu; US.355. Réttindi þarf að endurnýja á fimm ára fresti. Fulltrúar Samgöngustofu kynna breytingar sem orðið hafa á reglugerðum síðustu misserin og leiðbeinendur á sviði bílgreinarinnar fara yfir nýjustu tæknibreytingar og vinnubrögð í viðgerðum á burðarvirki bíla. 
30. september
Lean fyrir verkstæði
LeanManagement (straumlínustjórnun) á rætur sínar að rekja úr bílaiðnaðinum, nánartiltekið úr stjórnkerfi Toyota.Toyotafann upp nýjar aðferðir til að bæta framleiðslu og stjórnun en virðiviðskiptarvinarins var ávallt haft að leiðarljósi. 
3. október
Orðsporsáhætta og krísustjórnun
Á námskeiðinu verður farið yfir orðsporsáhættu fyrirtækja og stofnana og hvernig samfélagsmiðlar og gjörbreytt umhverfi fjölmiðlunar hafa magnað upp orðsporsáhættu og aukið óvissu stjórnenda.
FIT borði bílgreinar