Námskeið í bygginga- og mannvirkjagreinum

Markmið bygginga- og mannvirkjasviðs er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra. Nánari upplýsingar og skráning hér
Ýmis spennandi námskeið m.a. 
4. október
Trefjagipsplötur og utanhússklæðningar
Þetta námskeið er fyrir fagmenn sem vilja vinna með Fermacell trefjagipsplötur og James Hardie sements- og trefjabundnar utanhússklæðningar. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um eiginleika og notkun þessara byggingarefna. Um er að ræða fræðilegt og verklegt námskeið þar sem erlendur sérfræðingur fjallar um eiginleika eins og brunaþol, hljómburð, höggstyrk, vatnsþol o.fl. 
4. október
Verkefna- og gæðastjórnun fyrir verkefna- og byggingarstjóra
Þetta námskeið er ætlað verkefna- og byggingarstjórum við mannvirkjagerð. Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu verkefni verkefna- og byggingarstjóra sem stjórnenda í bygginga- og mannvirkjagerð svo sem áætlanir, skýrslugerð, gæðastýringu og eftirlit.
FITIÐAN bordi byggingag